Dolorin Junior

Virk innihaldsefni:

Íkomuleið:

Til notkunar í endaþarm

Flokkur:

Lyf fyrir menn

ATC-flokkur:

N02BE01 - Paracetamolum

Markaðsleyfishafi:

Williams & Halls ehf.

Heildsala:

Parlogis ehf.

Upplýsingar um Dolorin Junior og við hverju það er notað

Dolorin Junior endaþarmsstílar 125 mg eru ætlaðir ungabörnum.

Virka efnið í Dolorin Junior er parasetamól, sem er þekkt fyrir verkjastillandi og hitalækkandi verkun sína.

Dolorin Junior er ætlað til meðferðar við vægum til miðlungs miklum verkjum, hálsbólgu (að frátalinni eitlabólgu) og vægum til miðlungs miklum höfuðverk.

Dolorin Junior er einnig ætlað til meðferðar við hita sem varir skemur en í 3 daga og sem meðferð við einkennum kvefs og flensulíkum einkennum.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 2-3 daga.

Áður en byrjað er að nota Dolorin Junior

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Dolorin Junior er notað.

Nota skal Dolorin Junior með varúð við eftirfarandi aðstæður:

  • sjúklingar með alvarlegan lifrar- eða nýrnasjúkdóm eða bráða lifrarbólgu
  • sjúklingar sem nota lyf sem eru ensímvirkjar og/eða hafa áhrif á lifrarstarfsemi
  • sjúklingar með blóðleysi, hjarta- eða lungnasjúkdóm (varast skal langtímameðferð í slíkum tilvikum)
  • Sjúklingar með langvarandi vannæringu (vegna lítils forða af glútatíóni) og vökvaskort.

Dolorin Junior skal ekki notað með öðrum lyfjum sem innihalda parasetamól, t.d. lausasölulyfjum sem notuð eru við verk, flensueinkennum, hita o.s.frv.

Ekki má nota Dolorin Junior

  • ef um er að ræða ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
  • ef barnið er með alvarlegan lifrarsjúkdóm

Notkun annarra lyfja samhliða Dolorin Junior

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Áður en þú notar Dolorin Junior barnið skaltu hafa samband við lækninn ef það notar eftirfarandi lyf:

  • blóðþynnandi lyf, eins og warfarín
  • lyf við flogaveiki
  • sýklalyf eins og rifampicín og klóramfeníkól
  • lyf eins og salisýlöt og önnur bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) sem notuð eru til að meðhöndla bólgu og verk
  • lyf við HIV-sýkingum, eins og AZT (zídóvúdín)
  • flucloxacillín (sýklalyf), vegna mikillar hættu á afbrigðileika í blóði og blóðvökva (blóðsýringu
    með miklum anjónamun (high anion gap metabolic acidosis)) sem krefst bráðameðferðar og
    getur sérstaklega komið fram ef nýrnastarfsemi er verulega skert, við sýklasótt (þegar bakteríur og eiturefni þeirra eru í blóðrásinni sem leiðir til líffæraskaða), vannæringu og ef notaðir eru hámarksdagskammtar af parasetamóli

Ef barnið notar kólestýramín (lyf til að minnka blóðfitu) skaltu láta líða að minnsta kosti 1 klst. eftir að það lyf er notað þar til parasetamól töflur eða mixtúra eru notuð.

Hvernig nota á Dolorin Junior

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í fylgiseðli eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hafi læknir ekki sagt fyrir um aðra notkun eru eftirfarandi skammtar aðeins leiðbeinandi fyrir gjöf Dolorin Junior endaþarmsstíla:

  • Ungabörn (frá 3 mánaða aldri): Einn 125 mg stíll allt að 4 sinnum á sólarhring

Varúð: ekki má nota meira en ráðlagða sólarhringsskammta.

Tími á milli skammta skal vera að lágmarki 4-6 klst.

Það getur þurft að minnka skammta eða lengja tímabil milli skammta hjá þeim sem hafa skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Parasetamól er lyf sem getur valdið alvarlegum lifrarskemmdum ef það er notað í stórum skömmtum. Því geta komið fram alvarleg tilfelli sem jafnvel geta leitt til dauða ef notaðir eru óhóflega stórir skammtar af lyfinu.

Þó hefur mjög sjaldan verið tilkynnt um lifrareitranir hjá fullorðnum og unglingum eftir inntöku skammta sem eru minni en 10 g. Líklegt er að lifrarskemmdir verði hjá fullorðnum sem taka parasetamól í skömmtum sem eru 10 g eða stærri. Dauðsföll eru mjög sjaldgæf (færri en 3-4% ómeðhöndlaðra tilvika) og sjaldan tengd ofskömmtun undir 15 g. Lifrareitrun hefur ekki komið fram við bráða ofskömmtun með skömmtum minni en 150 mg/kg hjá börnum.

Fyrstu einkenni sem koma fram á fyrstu 24 klst. eftir ofskömmtun á parasetamóli sem hugsanlega veldur lifrareitrun eru: fölvi, ógleði, uppköst, lystarleysi og kviðverkir.

Meðferð við ofskömmtun

Við ofskömmtun parasetamóls er grundvallaratriði að meðferð sé veitt tafarlaust. Fara skal með sjúklinga á bráðamóttöku spítala tafarlaust til meðferðar jafnvel þó að ekki verði vart neinna einkenna í byrjun. Sjúklingurinn mun fá viðeigandi meðferð og stuðningsmeðferð eftir því hversu mikil eitrunin er.

Ef gleymist að nota Dolorin Junior

Vegna þess að þörfin fyrir að nota lyfið er vegna verkja eða hita þá er ólíklegt að þú gleymir að taka lyfið. Ef það samt gerist þá skaltu ekki tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef stutt er í næsta skammt þá skaltu bíða og nota venjulega skammtinn á venjulegum tíma og halda meðferðinni áfram samkvæmt venju.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Fyrirvari

Hugsanlegar aukaverkanir má finna í fylgiseðli lyfsins.

Fylgiseðillinn kann að hafa verið uppfærður eftir að upplýsingarnar að ofan voru teknar saman. Í þeim tilfellum sem upplýsingarnar stangast á skal fara eftir því sem fram kemur í fylgiseðli.

Pakkningar og verð