Livostin
Virk innihaldsefni:
Íkomuleið:
Til notkunar í nef
Flokkur:
Lyf fyrir menn
ATC-flokkur:
Markaðsleyfishafi:
Umboðsmaður:
Vistor hf.
Heildsala:
Distica hf.
Heimilt er að selja takmarkað magn lyfsins í lausasölu sbr. pakkningu merkta L. Mest 30 ml handa einstaklingi.
Upplýsingar um Livostin nefúða og við hverju hann er notaður
Livostin nefúði er andhistamín sem notað er við ofnæmisnefbólgu, sem einnig kallast nefslímubólga, en hún getur valdið nefstíflu, kláða og/eða nefrennsli. Livostin nefúði er notaður við ofnæmi af völdum frjókorna eða annarra loftborinna ofnæmisvalda frá t.d. gæludýrum, ryki eða myglu/sveppagróum.
Livostin nefúði hindrar áhrif histamíns í nefi. Histamín er efni sem losnar í vefjum líkamans í tengslum við ofnæmisviðbrögð og það getur t.d. valdið nefrennsli, nefstíflu og kláða í nefi. Verkun Livostin hefst innan 15 mínútna.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Varnaðarorð og varúðarreglur
Ráðfærðu þig við lækni áður en þú notar Livostin nefúða ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.
Ekki má nota Livostin nefúða
- ef um er að ræða ofnæmi fyrir levokabastini eða einhverju öðru innihaldsefni Livostin nefúða
Notkun annarra lyfja samhliða Livostin nefúða
Bólgueyðandi lyfið oxýmetazólin, getur stundum dregið úr verkun Livostin nefúða.
Meðganga og brjóstagjöf
Þungaðar konur og konur með barn á brjósti mega nota Livostin nefúða.
Akstur og notkun véla
Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.
Ráðlagt er að gæta varúðar ef vart verður við þreytu.
Innihaldsefni
- Lyfið inniheldur u.þ.b. 5 mg af própýlenglýkóli í hverjum úða sem jafngildir 50 mg/ml.
- Livostin nefúði inniheldur u.þ.b. 15 míkrógrömm af bensalkónklóríði í hverjum úða sem jafngildir 0,15 mg/ml. Bensalkónklóríð getur valdið ertingu og bólgu í nefi, sérstaklega ef notkun stendur yfir í langan tíma.
Hvernig nota á Livostin nefúða
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.
Venjulegur skammtur handa fullorðnum og börnum er 2 úðaskammtar í hvora nös 2 sinnum á dag. Halda skal meðferðinni áfram svo lengi sem ofnæmið veldur óþægindum í nefi.
Læknirinn getur ávísað lyfinu í öðrum skömmtum. Hafið samband við lækni ef lyfið er ekki farið að verka innan nokkurra daga.
Hjá börnum skal læknir fyrst greina óþægindin til að tryggja að þau tengist ofnæmi.
Notkunarleiðbeiningar
- Fyrst á að snýta sér
- Hristið flöskuna og fjarlægið síðan hlífðarhettuna.
- Fyrir fyrstu notkun á að úða nokkrum sinnum út í loftið þar til fínn úði fæst.
- Haldið úðaflöskunni eins og mynd í fylgiseðli sýnir. Hallið höfðinu lítið eitt fram. Lokið annarri nösinni með fingri og úðið í hina nösina.
- Úðið 2 sinnum og andið samtímis dálitlu lofti inn í gegnum nösina. Endurtakið þetta við hina nösina.
Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Fyrirvari
Hugsanlegar aukaverkanir má finna í fylgiseðli lyfsins.
Fylgiseðillinn kann að hafa verið uppfærður eftir að upplýsingarnar að ofan voru teknar saman. Í þeim tilfellum sem upplýsingarnar stangast á skal fara eftir því sem fram kemur í fylgiseðli.