Oculac án rotvarnar
Augndropar, lausn | 5 %
Virk innihaldsefni:
Íkomuleið:
Til notkunar í auga
Flokkur:
Lyf fyrir menn
ATC-flokkur:
Markaðsleyfishafi:
Heildsala:
Distica hf.
Upplýsingar um Oculac og við hverju það er notað
Oculac inniheldur virka efnið povidon K25. Oculac augndropar eru rakagefandi og smyrja augun.
Droparnir eru notaðir til að draga úr einkennum augnþurrks.
Áður en byrjað er að nota Oculac
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í fylgiseðlinum. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Varnaðarorð og varúðarreglur
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Oculac augndropar eru notaðir. Ef þú finnur fyrir höfuðverk, verk í auga, sjónbreytingum, ertingu í augum, þrálátum roða eða ef einkenni hverfa ekki eða versna, skal hætta að nota Oculac augndropa og leita ráða hjá lækni.
Ekki má nota Oculac
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir povidon K25 eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins.
Ráðfærðu þig við lækni áður en þetta lyf er notað ef þú heldur að þú getir verið með ofnæmi.
Notkun annarra lyfja samhliða Oculac
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.
Ef einhver önnur augnlyf eru notuð samhliða Oculac skulu að minnsta kosti 5 mínútur líða milli þess sem lyfin eru notuð og ávallt skal nota Oculac síðast.
Meðganga og brjóstagjöf
Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Nota má Oculac á meðgöngu og við brjóstagjöf.
Akstur og notkun véla
Oculac getur valdið þokusýn. Ef þú finnur fyrir þessu skaltu bíða þar til ástandið hefur lagast áður en þú ekur bíl eða notar vélar.
Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðil lyfsins.
Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.
Hvernig á að nota Oculac
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í fylgiseðlinum eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.
Venjulegur skammtur er einn dropi í hvort auga fjórum sinnum á dag, eða eins oft og þörf krefur.
Hvert stakskammtaílát inniheldur nægilega mikið af lausn til að meðhöndla bæði augun hverju sinni.
Ef dropinn lendir ekki í auganu, skaltu reyna aftur.
Ekki er búist við sérstökum aukaverkunum ef stærri skammtur af Oculac er notaður en mælt er fyrir um.
Ef notaðir eru aðrir augndropar eða augnsmyrsli skal láta að minnsta kosti 5 mínútur líða milli þess sem lyfin eru notuð. Oculac á að nota síðast.
Leiðbeiningar:
- Þvoðu þér um hendur
- Losaðu eitt stakskammtaílát úr kippunni
- Láttu stakskammtaílátin sem ekki á að nota aftur í öskjuna
- Opnaðu stakskammtaílátið með því að snúa oddinn af. Ekki snerta oddinn eftir að ílátið er opnað til að megna ekki lausnina
- Hallaðu höfðinu aftur
- Dragðu neðra augnlok niður með einum fingri og haltu ílátinu með hinni hendinni. Oddurinn á ílátinu má ekki snerta augað því hann getur sært það. Kreistu ílátið þannig að einn dropi falli í augað
- Lokaðu augunum og þrýstu með fingurgómnum á innri augnkrókinn í um 1-2 mínútur.
Þetta kemur í veg fyrir að dropinn renni um táragöngin niður í kok. Stærsti hluti dropans verður þá eftir í auganu. - Endurtaktu skref 5-7 fyrir hitt augað ef þarf
- Fleygðu ílátinu
Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.
Fyrirvari
Hugsanlegar aukaverkanir má finna í fylgiseðli lyfsins.
Fylgiseðillinn kann að hafa verið uppfærður eftir að upplýsingarnar að ofan voru teknar saman. Í þeim tilfellum sem upplýsingarnar stangast á skal fara eftir því sem fram kemur í fylgiseðli.