Strepsils Jordbær Sukkerfri
Munnsogstafla |
Virk innihaldsefni:
Íkomuleið:
Til notkunar í munnhol
Flokkur:
Lyf fyrir menn
ATC-flokkur:
Markaðsleyfishafi:
Umboðsmaður:
Artasan ehf.
Heildsala:
Distica hf.
Upplýsingar um Strepsils Jordbær Sukkerfri og við hverju það er notað
Strepsils Jordbær Sukkerfri munnsogstöflur draga úr eymslum og hafa bakteríudrepandi verkun. Strepsils Jordbær Sukkerfri er notað við eymslum og ertingu í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldri en 6 ára.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan nokkurra daga.
Varnaðarorð og varúðarreglur
Ef læknirinn hefur sagt þér að þú hafir óþol fyrir ákveðnum sykrum, skaltu leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en þú notar þetta lyf. Lyfið getur haft væg hægðalosandi áhrif. Hitaeiningafjöldi: 2,3 kkal/g maltitóls (eða ísómaltitóls).
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Ekki má nota Strepsils Jordbær Sukkerfri
ef um er að ræða ofnæmi fyrir 2,4-tvíklórbensýlalkóhóli og/eða amýlmetakresóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins.
Notkun annarra lyfja samhliða Strepsils Jordbær Sukkerfri
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.
Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi
Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.
- Meðganga: Nota má Strepsils Jordbær Sukkerfri á meðgöngu. Eins og á við um öll lyf skal sýna aðgát ef lyfið er notað á meðgöngu og leita ráða hjá lækni ef nauðsyn krefur. Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvort nota má Strepsils Jordbær Sukkerfri á meðgöngu.
- Brjóstagjöf: Nota má Strepsils Jordbær Sukkerfri meðan barn er haft á brjósti. Ekki er vitað hvort 2,4-tvíklórbensýlalkóhól, amýlmetakresól eða umbrotsefni þeirra berist í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir nýbura/ungbörn.
- Frjósemi: Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort Strepsils Jordbær Sukkerfri hafi áhrif á frjósemi.
Akstur og notkun véla
Strepsils Jordbær Sukkerfri hefur engin áhrif á öryggi við stjórnun véla og hæfni til aksturs.
Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.
Strepsils Jordbær Sukkerfri inniheldur fljótandi maltitól og ísómalt, gæta skal varúðar
Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað. Fljótandi maltitól og ísómalt geta haft væg hægðalosandi áhrif. Hitaeiningar: 2,3 kkal/g maltitóls (eða ísómaltitóls).
Strepsils Jordbær Sukkerfri inniheldur própýlenglýkól
Lyfið inniheldur 7,30 mg af própýlenglýkóli í hverri munnsogstöflu.
Strepsils Jordbær Sukkerfri inniheldur natríum
Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverri munnsogstöflu, þ.e.a.s. er sem næst natríumlaust.
Strepsils Jordbær Sukkerfri inniheldur bensýlalkóhól
Lyfið inniheldur ilmefni með bensýlalkóhóli. Bensýlalkóhól getur valdið ofnæmisviðbrögðum.
Hvernig nota á Strepsils Jordbær Sukkerfri
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í fylgiseðli eða eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.
Til notkunar í munnhol. Strepsils Jordbær Sukkerfri er látið leysast hægt upp í munni.
Ráðlagður skammtur
- Fullorðnir: 1 munnsogstafla á 2-3 klst. fresti. Ekki skal nota meira en 12 munnsogstöflur á 24 klst. tímabili. Nota skal lægsta virka skammt í eins stuttan tíma og hægt er.
- Börn eldri en 6 ára: Notkun eins og lýst er fyrir fullorðna hér að ofan.
- Börn á aldrinum 6-11 ára: Lyfið á að gefa undir eftirliti fullorðins aðila.
- Börn yngri en 6 ára: Notist ekki handa börnum yngri en 6 ára nema samkvæmt leiðbeiningum læknis.
- Aldraðir: Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum handa öldruðum.
Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Við ofskömmtun er hætta á magaóþægindum.
Ef gleymist að nota Strepsils Jordbær Sukkerfri
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.
Fyrirvari
Hugsanlegar aukaverkanir má finna í fylgiseðli lyfsins.
Fylgiseðillinn kann að hafa verið uppfærður eftir að upplýsingarnar að ofan voru teknar saman. Í þeim tilfellum sem upplýsingarnar stangast á skal fara eftir því sem fram kemur í fylgiseðli.